Sport

Clayton og Cullen seinastir inn í 32-manna úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jonny Clayton flaug inn í 32-manna úrslit.
Jonny Clayton flaug inn í 32-manna úrslit. Luke Walker/Getty Images

Seinasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fyrir jól fór fram í kvöld þar sem átta manns tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum. Þar á meðal vann Jonny Clayton öruggan 3-0 sigur gegn Danny van Trijp og Joe Cullen hafði betur gegn Ricky Evans í seinustu viðureigninni fyrir jól.

Jonny Clayton er af mörgum talinn með sigurstranglegri keppendum á mótinu, enda situr hann í sjöunda sæti heimslista PDC. Clayton sýndi mikla yfirburði gegn Hollendingnum Danny van Trijp og vann að lokum öruggan 3-0 sigur.

Clayton mætir því aftur til leiks í 32-manna úrslitum gegn Brendan Dolan næstkomandi þriðjudag, en Dolan vann einmitt 3-1 sigur gegn Jimmy Hendriks fyrr í kvöld.

Þá vann Joe Cullen góðan 3-1 sigur gegn hinum snögga Ricky Evans í seinustu viðureign mótsins fyrir jól. Cullen hafði yfirhöndina allan tíman, en hinn bráðskemmtilegi Evans beit þó frá sér og sýndi að hann á bara eftir að verða betri.

Cullen mætir til leiks í 32-manna úrslitum næstkomandi miðvikudag gegn Ástralanum Damon Heta.

Úrslit kvöldsins

Brendan Dolan 3-1 Jimmi Hendriks

Chris Dobey 3-0 Martijn Kleermaker

Ross Smith 3-1 Darius Labanauskas

Rob Cross 3-1 Scott Williams

Martin Schindler 3-1 Martin Lukeman

Danny Noppert 3-1 David Cameron

Jonny Clayton 3-0 Danny van Trijp

Joe Cullen 3-1 Ricky Evans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×