FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari.
Keppnin fór fram í annað sinn vorið 2022 og sigraði Tækniskólinn þar FRÍS annað árið í röð. Fjórtán skólar tóku þátt í FRÍS bæði árin, en stefnt er á enn stærri og enn meira spennandi keppni í ár.
Í ár verður keppt í þremur tölvuleikjum líkt og áður, en í þetta sinn verða það leikirnir Counter-Strike:Global Offensive, Rocket League og Valorant.
Einnig verður samfélagsmiðlakeppni FRÍS að sjálfsögðu á sínum stað líkt og áður til að hvetja keppendur til að huga að líkama og sál. Sýnt verður frá undanúrslitum og úrslitum FRÍS í vikulegum þáttum á miðvikudögum á Stöð 2 Esport og á Twitch-síðu RÍSÍ, en í ár hefjast útsendingarnar miðvikudaginn 1. mars.
Skráning er opin til 13. janúar, en allar upplýsingar um skráningu má nálgast með því að smell hér.