Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 16:17 Einn er sagður hafa dáið í árásinni á hótelið í úhverfi Donetsk-borgar. AP/Alexei Alexandrov Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira