Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2022 10:20 Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra. Steingrímur Dúi Másson Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að undanfarna áratugi virðist það hafa verið vera reglan að framlög sem heitið er til vegagerðar í samgönguáætlun, áður vegaáætlun, rétt fyrir þingkosningar, eru skorin niður í fjárlögum eftir kosningar. Fjárlögin sem samþykkt voru á Alþingi fyrir helgi eru þar engin undantekning. Ef staðið hefði verið við fyrirheitin sem gefin voru í núgildandi samgönguáætlun, þremur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, hefðu rétt tæplega 33 milljarðar króna átt að fara í framkvæmdir í vegakerfinu á næsta ári, miðað við verðlagsframreikning frá Vegagerðinni. Niðurstaða fjárlaga er um 23 milljarðar króna, tíu milljörðum minna. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra afsakar þetta að þessu sinni með því að slá hafi þurft á þensluna. „Á næsta ári, eins og fram hafði komið, þá er það gríðarlegt þensluár. Við erum svona að reyna að halda aftur af fjárútlátum á því ári. En framkvæmdir verða boðnar út á því ári. Við munum til dæmis sjá Reykjanesbrautina boðna út á því ári,“ segir Sigurður Ingi. Í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið vor kom fram í viðtali við framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni að til stóð að hefja framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns um mitt síðastliðið sumar: Einhver stærstu verkefnin þessi misserin eru á Vestfjörðum, í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. En munu útboð þar frestast? „Þau munu öll halda sínum takti,“ svarar ráðherrann. -Hvenær þýðir það? „Ja. Það er býsna mikið í gangi í augnablikinu. En útboðsferlið á veginum um Gufudalssveit, eða suðurfirði Vestfjarða, það er algerlega á áætlun.“ Í þessari frétt Stöðvar 2 frá því í febrúar á þessu ári kom fram í viðtali við verkefnisstjóra Vegagerðarinnar að gert væri ráð fyrir að næsti áfangi, kafli yfir Gufufjörð, yrði boðinn út síðar á þessu ári: Breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði milli Varmár og Kamba er meðal þess sem átti að hefjast á næsta ári en í samgönguáætlun hafði áður verið miðað við að ljúka þessum kafla árið 2022. Einnig breikkun í útjaðri Reykjavíkur milli Hólmsár og Norðlingavaðs en ljóst virðist að þetta lendir undir hnífnum. „Það eru seinkanir sem við urðum að fara í, það er að segja á Suðurlandsveginum. En við munum væntanlega sjá nýja fjármálaáætlun og samgönguáætlun á næsta ári og þá getum við endurraðað þessum stóru brýnu verkefnum aftur á dagskrá,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22 Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01 Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg. 20. desember 2022 23:47
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. 27. apríl 2022 22:22
Vegur um Teigsskóg í útboð og stefnt á að hefja verkið í vor Vegagerð um Teigsskóg er komin í útboðsferli. Stefnt er að því að búið verði að semja við verktaka í kringum páska og að framkvæmdir fari á fullt með vorinu. 8. febrúar 2022 22:01
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45