Á vef Veðurstofunnar segir að frost verði á bilinu núll til sjö stig.
Viðvaranir eru í gildi á landinu vegna hvassviðrisins fram á kvöld en til morguns á Suðausturlandi.
„Hægt minnkandi norðaustanátt á morgun, strekkings vindur seinnipartinn. Él norðan- og austanlands, svipað frost áfram.
Hægari norðaustlæg átt á fimmtudag og él norðan heiða, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Harðnandi frost.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustan 13-20 m/s, en dregur smám saman úr vindi með deginum. Víða él, en bjartviðri suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig.
Á fimmtudag: Norðaustan og norðan 5-13 og dálítil él, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 4 til 14 stig.
Á föstudag (Þorláksmessa): Norðanátt og dálítil él norðantil, en bjart með köflum sunnan heiða. Talsvert frost.
Á laugardag (aðfangadagur jóla): Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en þurrt um landið austanvert. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag (jóladagur) og mánudag (annar í jólum): Útlit fyrir norðanátt með éljum norðan- og austantil á landinu.