Glódís Perla og Hákon Arnar eru Knattspyrnufólk ársins 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 10:35 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson í leik með íslensku landsliðunum á árinu 2022. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson þóttu skara fram úr meðal íslensk knattspyrnufólks á árinu 2022 en Knattspyrnusamband Íslands hefur greint frá vali sínu. Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember. KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira