Mbappé skoraði öll mörk Frakklands í leiknum sem endaði með 3-3 jafntefli eftir framlengingu. Hann skoraði einnig úr sinni spyrnu í vítakeppninni en Argentína vann hana, 4-2.
Macron var á leiknum á Lusial leikvanginum og eftir leikinn gerði hann sitt besta til að hughreysta Mbappé. Forsetinnn gekk þó kannski aðeins of langt og Mbappé virkaði frekar pirraður á honum.
Fyrst reyndi Macron að hugga Mbappé þegar hann sat á vellinum, hjálpaði honum á fætur og faðmaði hann svo. Mbappé virtist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að tala við Macron og gekk í burtu.
Myndband af uppákomunni hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum.
Þeir hittust aftur á verðlaunapallinum þar Mbappé fékk silfurmedalíu og gullskóinn fyrir að vera markakóngur. Ekki hafði Mbappé meiri áhuga á að tala við forsetann þar.
Mbappe ignoring Macron, loving it! pic.twitter.com/2J7OmFwHRX
— Sajjad Khan (@drsajjadkahn) December 18, 2022
Mbappé skoraði átta mörk í Katar og hefur alls skorað tólf mörk á HM, þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann skoraði fjögur mörk þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 2018.