Snjóruðningstæki ruddu stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur eldri hjóna hefur áhyggjur af hjartveikum föður sínum.
Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er grímuskylda í öllum almenningssamgöngum. Ferðaþjónustan í landinu mótmælir ákaft.
Það ræðst í dag hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari karla í fótbolta. Frakkar geta varið titil sinn frá árinu 2018.
Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi í fyrramálið. Búast má við vindkviðum allt að 50 metrum á sekúndu.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu 12.