Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:33 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands í apríl. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira