Enski boltinn

Man City fékk rúm­lega hálfan milljarð fyrir þá leik­menn sem fóru á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þrír af þessum fjórum fóru á HM.
Þrír af þessum fjórum fóru á HM. Lynne Cameron/Getty Images

Ekkert er ókeypis í lífinu og þar með talið er að leyfa leikmönnum að taka þátt á stórmóti í fótbolta. Alþjóðaknattspyrnusambandið borgar félögum leikmanna fyrir hvern dag sem þeir voru í Katar. Manchester City fékk langmest af liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Heimsmeistaramótinu í Katar lýkur á sunnudag með úrslitaleik Argentínu og Frakklands.  Marokkó og Króatía mætast í leiknum um bronsið. Mótið hófst 20. nóvember og hefur því staðið í tæplega mánuð. FIFA borgar félögum leikmanna á mótinu bætur fyrir veru þeirra á mótinu. The Athletic hefur reiknað út að lið í ensku úrvalsdeildinni fá rétt yfir 8000 pund fyrir hvern dag sem leikmaður þeirra er í Katar.

Félög sem leikmann eru skráðir í fá sinn skerf af kökunni sem og þau lið sem þeir hafa spilað með á undanförnum árum. Þannig fær Leeds United sinn hluta af peningunum sem FIFA borgar vegna Kalvin Phillips.

Samkvæmt The Athletic fær Man City 3.2 milljónir punda eða 556 milljónir íslenskra króna.. Þar á eftir kemur Chelsea með 2.3 milljónir punda og Man United fær 2.2. milljónir.

Alls fóru 16 leikmenn Man City á HM og útskýrir það af hverju liðið ber af þegar kemur að greiðslum frá FIFA. Aðeins einn þeirra, Julián Álvarez, á þó enn möguleika á að verða heimsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×