Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:00 Tónlistarkonan Hildur deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu. Instagram @hihildur Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarkonunni Hildi Kristínu, sem er bæði með sóló verkefnið HILDUR sem og meðlimur RED RIOT, og hún deildi sínum fimm uppáhalds íslensku og fimm uppáhalds erlendu lögum frá árinu, en íslenskar tónlistarkonur stóðu upp úr hjá henni. View this post on Instagram A post shared by H I L D U R (@hihildur) Íslensk lög: Þurfum að batna - gugusar Tónlistarkonan gugusar er svo ótrúlega flott og hugmyndarík og mér finnst þetta lag fara í svo geggjað ferðalag. Frábært production sem lætur þig vilja hlusta strax aftur. En - Una Torfa Una er náttúrulega stórkostlegur lagahöfundur og þetta lag er svo mikið beint í hjartað. Ég er vissulega smá biased en ég gat ekki sleppt því að velja það því lagið sjálft er bara svo frábært. Klippa: En - Una Torfa Morgunsól - GDRN og Magnús Jóhann Þetta er svo ótrúlega einlægt og fallegt. Textinn nær manni strax og flutningur Guðrúnar og Magnúsar er bara eitthvað svo fallega brothættur og melankólískur hérna. Morgun - Kusk ft Óviti Sjúklega ferskt lag frá sigurvegara Músíktilrauna 2022 ásamt Óvita. Minímalískt en virkar svo vel og festist á heilanum. Ástarbréf - Lúpína Önnur sjúklega spennandi tónlistarkona sem var að gefa út sitt fyrsta efni á árinu. Finnst þetta virkilega kreatíft og ófyrirsjáanleg production sem ég elska. Klippa: Lúpína - Ástarbréf Erlend lög: Rich Spirit - Kendrick Lamar Eitt af þessum lögum sem ég man skýrt eftir þegar ég heyrði fyrst af því að það greip mig svo mikið. Fíla hvað það er minimal en hart og í rauninni bara Kendrick eins og ég elska hann mest. No One Dies From Love - Tove Lo Þetta er bara svo óumdeilanlega gott og grípandi popplag. Productionið fullkomið og þetta er algjört öskursyngja í bílnum lag. Clara (the night is dark)- Fred again... Mjög erfitt að velja bara eitt lag af þessari plötu. Fred again... var uppáhalds uppgötvunin mín 2022 og hann kann að spila á tilfinningar eins og fiðlu sko. Kill Dem - Jamie XX Þetta lag er bara svo kúl frá fyrstu sekúndu. Ógeðslega góð samples og geggjaður taktur. Stockholmsvy - Hannes, waterbaby Eitthvað svo yndislega tímalaust, grípandi og einlægt sænskt popp með skemmtilegu autotune tvisti. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarkonunni Hildi Kristínu, sem er bæði með sóló verkefnið HILDUR sem og meðlimur RED RIOT, og hún deildi sínum fimm uppáhalds íslensku og fimm uppáhalds erlendu lögum frá árinu, en íslenskar tónlistarkonur stóðu upp úr hjá henni. View this post on Instagram A post shared by H I L D U R (@hihildur) Íslensk lög: Þurfum að batna - gugusar Tónlistarkonan gugusar er svo ótrúlega flott og hugmyndarík og mér finnst þetta lag fara í svo geggjað ferðalag. Frábært production sem lætur þig vilja hlusta strax aftur. En - Una Torfa Una er náttúrulega stórkostlegur lagahöfundur og þetta lag er svo mikið beint í hjartað. Ég er vissulega smá biased en ég gat ekki sleppt því að velja það því lagið sjálft er bara svo frábært. Klippa: En - Una Torfa Morgunsól - GDRN og Magnús Jóhann Þetta er svo ótrúlega einlægt og fallegt. Textinn nær manni strax og flutningur Guðrúnar og Magnúsar er bara eitthvað svo fallega brothættur og melankólískur hérna. Morgun - Kusk ft Óviti Sjúklega ferskt lag frá sigurvegara Músíktilrauna 2022 ásamt Óvita. Minímalískt en virkar svo vel og festist á heilanum. Ástarbréf - Lúpína Önnur sjúklega spennandi tónlistarkona sem var að gefa út sitt fyrsta efni á árinu. Finnst þetta virkilega kreatíft og ófyrirsjáanleg production sem ég elska. Klippa: Lúpína - Ástarbréf Erlend lög: Rich Spirit - Kendrick Lamar Eitt af þessum lögum sem ég man skýrt eftir þegar ég heyrði fyrst af því að það greip mig svo mikið. Fíla hvað það er minimal en hart og í rauninni bara Kendrick eins og ég elska hann mest. No One Dies From Love - Tove Lo Þetta er bara svo óumdeilanlega gott og grípandi popplag. Productionið fullkomið og þetta er algjört öskursyngja í bílnum lag. Clara (the night is dark)- Fred again... Mjög erfitt að velja bara eitt lag af þessari plötu. Fred again... var uppáhalds uppgötvunin mín 2022 og hann kann að spila á tilfinningar eins og fiðlu sko. Kill Dem - Jamie XX Þetta lag er bara svo kúl frá fyrstu sekúndu. Ógeðslega góð samples og geggjaður taktur. Stockholmsvy - Hannes, waterbaby Eitthvað svo yndislega tímalaust, grípandi og einlægt sænskt popp með skemmtilegu autotune tvisti.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira