„Ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu“ Snorri Másson skrifar 16. desember 2022 08:55 Sigurjón Guðjónsson (@SiffiG) og Tómas Steindórsson (@tommisteindors), báðir einkum þekktir af málflutningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter, voru fengnir í pallborð Íslands í dag til að gera upp árið á Twitter. Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur
Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sjá meira
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28