Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvík tekur á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Njarðvík tekur á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á beinar útsendingar frá morgni til kvölds þar sem rafíþróttir og íslenskur körfubolti verða í aðalhlutverkum.

Blast Premier-mótaröðin í CS:GO heldur áfram og í dag eru fjórar viðureignir á dagskrá í beinni útsendingu. Upphitun fyrir daginn er nú þegar lokið á Stöð 2 eSport og fyrsta viðureignin er hafin þar sem Outsiders og Liquid eisgast við.

Klukkan 08:00 eru það svo FaZe og G2 sem mætast áður en Heroic mætir OG klukkan 12:30. Það er svo viðureign Navi og Vitality klukkan 15:30 sem lokar Blast-dagskrá dagsins.

Rafíþróttaaðdáendur þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að dagskrá dagsins sé lokið því klukkan 21:00 mæta stelpurnar í Babe Patrol til leiks með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport.

Þá eru einnig tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Breiðablik tekur á móti ÍR klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport áður en Íslandsmeistarar Njarðvíkur taka á móti Bikarmeisturum Hauka á sömu rás klukkan 20:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×