Konan sem neitar að vera forsetafrú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. desember 2022 15:01 Gabriel Boric, forseti Chile og sambýliskona hans, Irina Karamanos við embættistöku Boric þ. 11. mars sl. Getty/Marcelo Hernandez Eiginkona forseta Chile hefur ákveðið að reka sjálfa sig sem forsetafrú landsins. Hún segir að aðrir geti sinnt skyldum forsetafrúarinnar, hún hafi nóg annað við tímann að gera. Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda. Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile í byrjun árs og tók við embætti í mars. Hann er 36 ára og kærastan hans, Irina Karamanos, er 33ja ára. Hún er mannfræðingur og feminísti og hefur frá upphafi sett spurningamerki við það að hún gegni því hlutverki að vera forsetafrú landsins. Fær engin laun fyrir að sinna margvíslegum skyldum Skyldur forsetafrúarinnar, hefðum og venjum samkvæmt, felast í því að stjórna sex sjóðum, hafa umsjón með ýmiskonar góðgerðarstarfi, vísindasafni og eitt og annað smálegt. Auk þess er, eins og víða annars staðar, hefð fyrir því að forsetafrúin fylgi manni sínum í opinberar heimsóknir. Og eins og víða annars staðar þá er þetta ólaunuð staða. Kvenréttindasamtök gagnrýna Irinu Kvenréttindasamtök í Chile gagnrýndu Irinu fyrir að ætla að ganga inn í hefðina og verða hin hefðbundna forsetafrú. Og nú hefur Irina Karamanos sagt, hingað og ekki lengra, það geti aðrir sinnt þessu, hún hafi margt þarfara við tíma sinn að gera. Forsetinn hefur lent í óvæntum mótbyr á sínu fyrsta ári í embætti. Mikill órói hefur verið í Chile undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum samþykkti þjóðin í atkvæðagreiðslu að láta endurskoða og endursemja stjórnarskrá landsins. Gabriel Boric var í raun kjörinn forseti á grundvelli loforða um að með nýrri stjórnarskrá skyldi hann ryðja brautina að jafnara og réttlátara samfélagi þar sem allir hefðu aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu. Með öðrum orðum velferðarsamfélag eins og þekkist víða á Norðurlöndum. Þjóðin hafnaði nýrri stjórnarskrá Það kom því eins og blaut tuska í andlitið á forsetanum þegar þjóðin hafnaði nýju stjórnarskránni í september síðastliðnum, með 62 prósentum atkvæða. Hann segist ætla að vinna ótrauður áfram að breytingum á samfélaginu, ljóst sé að vilji sé til þess, það voru jú 80% landsmanna sem sögðu fyrir tveimur árum að þau vildu nýja stjórnarskrá, þessi sem var boðin fram í haust var hins vegar heldur róttæk fyrir allan þorra landsmanna. Boric þarf hins vegar að tækla þá vinnu án Irinu sér við hlið, hún er farin til annarra starfa, starfa á sviði sinnar sérgreinar og áhugamála, mannfræðirannsókna og kvenréttinda.
Chile Tengdar fréttir Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. 5. september 2022 09:15
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. 20. desember 2021 07:45