Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2022 10:30 Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum. Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“ Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Við fjölluðum um ótrúlega framþróun opinna myndgreiningarforrita, sem geta skilað af sér listaverkum af öllu sem hugurinn girnist á örfáum sekúndum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok mánaðar. Og nýtt æði, þessu skylt, hefur skekið samfélagsmiðla síðustu daga. Tímalínur landsmanna eru stútfullar af gervigreindarportrettum, þar sem viðfangsefnin eru túlkuð á afar fjölbreyttan hátt. Smáforritið sem notað er heitir Lensa. Greiða þarf fyrir notkun og svo hleður notandinn inn allt að tuttugu sjálfsmyndum sem gervigreind notar svo til að framkalla portrettin. Samtalið byrjað í sumum kreðsum Fréttamaður lét sjálfur reyna á gervigreindina og sýnir niðurstöður í fréttinni hér að ofan. Afurðirnar voru sannarlega misvel heppnaðar. En hvað þýðir þetta fyrir heim listarinnar? „Á einn hátt er þetta svolítið „video killed the radio star“. En á annan hátt þýðir þetta kannski ekki neitt,“ segir Anton Kaldal Ágústsson, myndlistar- og tónlistarmaður. Í því samhengi bendir hann á að gervigreindin sé þrátt fyrir allt nautheimsk vél - með tilheyrandi göllum. En það örli vissulega á áhyggjum af framtíðinni. „Erlendis er samtalið aðeins byrjað í einhverjum kreðsum. En tæknin er komin töluvert á undan lögfræðinni og höfundarréttinum.“ Með Lensa greiðir notandinn sjö Bandaríkjadali og fær fyrir fimmtíu portrett á örfáum mínútum. Ekki amalegur díll, þó að netverjar hafi raunar furðað sig á því í vikunni að fólk væri að borga fyrir portrettin. þið eruð raunverulega að borga peninga fyrir þessar ljótu myndir af ykkur?— Berglind Festival (@ergblind) December 8, 2022 Gæti þetta á endanum leyst listamenn af hólmi? „Alls ekki. Alls ekki,“ segir Anton. „Þetta er í raun, ef eitthvað þá er þetta tól. En auðvitað geri ég mér líka grein fyrir því að þetta er hröð þróun. En þú þarft alltaf manneskjuna til að fá hugmyndina.“
Tækni Samfélagsmiðlar Gervigreind Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira