„Sýndum að við getum unnið lið fyrir ofan okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. desember 2022 20:00 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur á Fram Vísir/Diego Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik. „Það var kjörið að fá þennan sigur. Það hefur verið ströggl á okkur þar sem við höfum tapað mikið af stigum og við sýndum það í kvöld að við getum spilað góða vörn og sókn og unnið liðin fyrir ofan okkur,“ sagði Þórir Ólafsson aðspurður hvort það hafi ekki verið ljúft að vinna liðið fyrir ofan Selfoss í deildinni. Þórir var afar ánægður með vörn og markvörslu í leiknum sem átti stóran þátt í sigrinum. „Vörnin var frábær og það var auðvelt fyrir Vilius Rasimas að verja þessa bolta sem komu á markið. Vilius átti líka frábæran leik og varði dauðafæri sem var mikilvægt. Ég var ánægður með hvernig menn börðust og gáfu allt í þennan leik.“ Þórir hrósaði Marko Coric, línumanni, Fram, sem var allt í öllu og fiskaði urmul af vítum. „Það er erfitt að eiga við Marko Coric því hann er góður og gerir vel í að halda mönnum frá sér. Við lentum í vandræðum með hann en náðum að leysa það með hjálparvörn en þetta var erfitt allan tímann.“ Þórir var ánægður með hvernig Selfoss spilaði í síðari hálfleik og að hans mati var það um miðjan síðari hálfleik þegar Selfyssingar fóru langt með að klára leikinn. „Um miðjan seinni hálfleik náðum við ágætis áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Við höfum verið í vandræðum með að skora úr færunum okkar en sóknarnýtingin var fín í dag,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira
„Það var kjörið að fá þennan sigur. Það hefur verið ströggl á okkur þar sem við höfum tapað mikið af stigum og við sýndum það í kvöld að við getum spilað góða vörn og sókn og unnið liðin fyrir ofan okkur,“ sagði Þórir Ólafsson aðspurður hvort það hafi ekki verið ljúft að vinna liðið fyrir ofan Selfoss í deildinni. Þórir var afar ánægður með vörn og markvörslu í leiknum sem átti stóran þátt í sigrinum. „Vörnin var frábær og það var auðvelt fyrir Vilius Rasimas að verja þessa bolta sem komu á markið. Vilius átti líka frábæran leik og varði dauðafæri sem var mikilvægt. Ég var ánægður með hvernig menn börðust og gáfu allt í þennan leik.“ Þórir hrósaði Marko Coric, línumanni, Fram, sem var allt í öllu og fiskaði urmul af vítum. „Það er erfitt að eiga við Marko Coric því hann er góður og gerir vel í að halda mönnum frá sér. Við lentum í vandræðum með hann en náðum að leysa það með hjálparvörn en þetta var erfitt allan tímann.“ Þórir var ánægður með hvernig Selfoss spilaði í síðari hálfleik og að hans mati var það um miðjan síðari hálfleik þegar Selfyssingar fóru langt með að klára leikinn. „Um miðjan seinni hálfleik náðum við ágætis áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Við höfum verið í vandræðum með að skora úr færunum okkar en sóknarnýtingin var fín í dag,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Sjá meira