70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2022 14:31 Þétt þoka við Piccadilly Circus 6. desember 1952. Getty Images Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar. Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum. Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum.
Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira