Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 18:55 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu. Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári þá muni félagið hækka leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Rætt var við Brynju Bjarnadóttur sem er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu félagsins síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Brynja segist vera á götunni eftir að félagið hækkaði við hana leiguna en henni eru gefnir tveir mánuðir til að endurnýja eða flytja ella. Vísir greindi frá því fyrr í dag að fréttastofa hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Segjast harma stöðuna sem upp er komin Í fréttatilkynningu sem Ingólfur Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Ölmu sendi frá sér fyrr í kvöld kemur fram að Alma íbúðafélag muni ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en félagið harmi þá stöðu sem komin er upp hjá einum þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu.“ Þá kemur fram að almennt reyni Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær.“ Í tilkynningunni segir að Alma „starfi á almennum leigumarkaði, þjónusti ákveðinn hóp leigjenda og sé einungis með um 4 prósent af leigumarkaðinum með um eitt þúsund manns í viðskiptum.“ Þá kemur fram að hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa tengt við stöðu á leigumarkaði, sé að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu félögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs. Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári þá muni félagið hækka leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Rætt var við Brynju Bjarnadóttur sem er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu félagsins síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Brynja segist vera á götunni eftir að félagið hækkaði við hana leiguna en henni eru gefnir tveir mánuðir til að endurnýja eða flytja ella. Vísir greindi frá því fyrr í dag að fréttastofa hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Segjast harma stöðuna sem upp er komin Í fréttatilkynningu sem Ingólfur Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Ölmu sendi frá sér fyrr í kvöld kemur fram að Alma íbúðafélag muni ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en félagið harmi þá stöðu sem komin er upp hjá einum þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu.“ Þá kemur fram að almennt reyni Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær.“ Í tilkynningunni segir að Alma „starfi á almennum leigumarkaði, þjónusti ákveðinn hóp leigjenda og sé einungis með um 4 prósent af leigumarkaðinum með um eitt þúsund manns í viðskiptum.“ Þá kemur fram að hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa tengt við stöðu á leigumarkaði, sé að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu félögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00