Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 18:55 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu. Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári þá muni félagið hækka leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Rætt var við Brynju Bjarnadóttur sem er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu félagsins síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Brynja segist vera á götunni eftir að félagið hækkaði við hana leiguna en henni eru gefnir tveir mánuðir til að endurnýja eða flytja ella. Vísir greindi frá því fyrr í dag að fréttastofa hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Segjast harma stöðuna sem upp er komin Í fréttatilkynningu sem Ingólfur Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Ölmu sendi frá sér fyrr í kvöld kemur fram að Alma íbúðafélag muni ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en félagið harmi þá stöðu sem komin er upp hjá einum þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu.“ Þá kemur fram að almennt reyni Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær.“ Í tilkynningunni segir að Alma „starfi á almennum leigumarkaði, þjónusti ákveðinn hóp leigjenda og sé einungis með um 4 prósent af leigumarkaðinum með um eitt þúsund manns í viðskiptum.“ Þá kemur fram að hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa tengt við stöðu á leigumarkaði, sé að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu félögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs. Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári þá muni félagið hækka leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Rætt var við Brynju Bjarnadóttur sem er öryrki og hefur búið í leiguíbúð í eigu félagsins síðustu ár. Hún hefur greitt um 250 þúsund krónur í leigu á mánuði en fékk tilkynningu um mánaðamótin um að frá og með fyrsta febrúar hækki leigan í 325 þúsund krónur. Brynja segist vera á götunni eftir að félagið hækkaði við hana leiguna en henni eru gefnir tveir mánuðir til að endurnýja eða flytja ella. Vísir greindi frá því fyrr í dag að fréttastofa hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ingólfi Árna Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ölmu, undanfarinn sólarhring vegna málsins. Hann svaraði hvorki símtölum né skilaboðum fréttastofu í gær. Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó. Segjast harma stöðuna sem upp er komin Í fréttatilkynningu sem Ingólfur Árni Gunnarson, framkvæmdastjóri Ölmu sendi frá sér fyrr í kvöld kemur fram að Alma íbúðafélag muni ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina en félagið harmi þá stöðu sem komin er upp hjá einum þeirra og fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. „Alma hefur á undanförnum árum reynt að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna meðal annars með því að fresta fyrirhuguðum verðhækkunum og bjóða upp á dreifingu á leigu þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Um mitt ár, þegar aukin óvissa var í efnahagslífinu, bauð félagið áframhaldandi leigusamninga á óbreyttum kjörum sem flestir viðskiptavina þáðu.“ Þá kemur fram að almennt reyni Alma að sýna viðskiptavinum sínum sveigjanleika ef aðstæður breytast, þó það takist ekki alltaf. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær.“ Í tilkynningunni segir að Alma „starfi á almennum leigumarkaði, þjónusti ákveðinn hóp leigjenda og sé einungis með um 4 prósent af leigumarkaðinum með um eitt þúsund manns í viðskiptum.“ Þá kemur fram að hagnaður Ölmu íbúðafélags árið 2021, sem fjölmiðlar hafa tengt við stöðu á leigumarkaði, sé að mestu leyti tilkominn vegna matsbreytinga á eignum og hækkun verðbréfa í skráðu félögunum Reitum, Regin og Eik, sem Alma á hlut í auk annars reksturs.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 „Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um þriðjungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
„Fólk sem fórnar öllu til að geta staðið í skilum og á svo varla fyrir mat“ „Þetta er einfaldlega raunveruleikinn hjá fólki á leigumarkaði. Þetta er svo langt frá því að vera eina dæmið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi. Ragnar birti fyrr í dag færslu á facebook þar sem hann vakti athygli á dapurlegri stöðu 65 ára íslenskrar konu sem sér sig tilneydda til að segja upp samningi sínum við Ölmu leigufélag þar sem mánaðarleigan hefur rokið upp úr öllu valdi. 6. desember 2022 23:00