Enrique hefur verið þjálfari liðsins frá 2018, þó með rúmlega hálfs árs pásu árið 2019 vegna andláts níu ára dóttur hans. Hann stýrði liðinu á EM í fyrra þar sem Spánn féll úr keppni í undanúrslitum eftir tap fyrir Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Ítalía varð síðan Evrópumeistari í kjölfarið.
Spánverjar hófu HM af krafti og unnu 7-0 sigur á Kosta Ríka í fyrsta leik. Eftir það fór að halla undan fæti þar sem jafntefli við Þýskaland og tap fyrir Japan fylgdu í kjölfarið.
OFICIAL | La @RFEF agradece a @LUISENRIQUE21 su trabajo al frente de la @SEFutbol
— RFEF (@rfef) December 8, 2022
https://t.co/6Cib6cpJ1l#GraciasLuisEnrique pic.twitter.com/wkAIMu2utd
Liðið komst þrátt fyrir það áfram í 16-liða úrslit en tapaði 3-0 í vítaspyrnukeppni fyrir Marokkó eftir markalaust jafntefli liðanna á þriðjudaginn var.
Enrique hefur vegna þeirra vonbrigða sagt starfi sínu lausu.
Hann þjálfaði áður Celta Vigo og Barcelona í heimalandinu auk Roma á Ítalíu. Hann vann þrennuna sem stjóri Barcelona árið 2015, deild, bikar og Meistaradeild, en vann annan spænskan meistaratitil með liðinu að auki og tvo bikartitla til viðbótar á þremur leiktíðum við stjórnvölin.
Hann hætti með Barcelona árið 2017 og tók við spænska landsliðinu ári síðar.