Forsætisráðherra birtir ítarlega skýrslu um horfur í þjóðaröryggismálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. desember 2022 08:04 Skýrslan er afar yfirgripsmikil og í henni að finna margar ábendingar um leiðina fram á við. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hefur skilað skýrslu um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Skýrslan er löng og yfirgripsmikil og ljóst að verkefnin framundan eru mörg, ekki síst í ljósi stöðu öryggismála í Evrópu. Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í skýrslunni segir meðal annars að í kjölfar innrásar Rússa hafi skapast eitt alvarlegasta hættuástand í öryggismálum Evrópu frá lokum síðari heimstyrjaldar. Um sé að ræða skýrt brot á alþjóðalögum sem hafi gjörbreytt stöðu öryggismála og alþjóðasamstarfs. Stigmögnun stríðsins í Úkraínu og hættan á að átökin breiðist út fyrir landamæri Úkraínu séu meðal áhættuþátta. Í upphafskafla skýrslunnar er fjallað um þessa nýju stöðu og þær aðgerðir sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsina hafa gripið til. Þá er einnig fjallað um kjarnorkuógnina. „Rússar gætu freistast til að taka meiri áhættu samhliða óförum í hefðbundnum hernaði og hafa sumir ráðamenn vísað beint og óbeint í notkun gereyðingavopna. Yfirlýsingar rússneskra ráðamanna um mögulega beitingu kjarnavopna í Úkraínu eru teknar alvarlega. Þó er ljóst að geri Rússar alvöru úr þeim mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér og gerbreyta eðli átakanna ásamt því stuðla að frekari einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Mikillar óvissu gæti um þróun stríðsins í Úkraínu, hversu lengi það muni vara og áhrif þess til lengri tíma á heimsvísu. Í kaflanum „Áfallaþol samfélagsins“ segir að Ísland búi að mörgu leyti við gott öryggi hvað varðar mikilvæga innviði. „Hér má nefna aðgengi að neysluvatni, sjálfbærni þegar kemur að raforku og varmaorku, góð fjarskipti, opið lýðræðislegt samfélag og mikið traust til stofnana á borð við lögreglu og Landhelgisgæsluna.“ Þar segir að helstu áhrifaþættir sem taka þurfi mið af í viðleitni til að tryggja virkni mikilvægra innviða séu náttúruvá, þar með talin eldgos (aska, hraun), jarðskjálftar, jökulhlaup, flóðbylgjur af sjó, vatnsflóð, árflóð og öfgar í veðurfari; stórfelldar tæknilegar bilanir á sviði orkuöryggis, fjarskiptaöryggis eða netöryggis; vá af mannavöldum, þar með talin vanræksla, yfirsjón eða mistök; hótanir, skemmdarverk, netárásir, hryðjuverk, hernaður, pólitískt ástand eða efnahagsástand; heilbrigðisógnir, svo sem farsóttir; og skortur á starfsmönnum sem búa yfir þekkingu og þjálfun í rekstri slíkra innviða. Þá er fjallað um mikilvægi þess að fyrir hendi séu nauðsynlegar birgðir til að tryggja lífsafkomu á hættutímum. „Hér er t.d. um að ræða birgðir af matvælum og nauðsynlegum aðföngum vegna matvælaframleiðslu, jarðefnaeldsneyti, lyf og lækningatæki og viðhaldshluti og þjónustu vegna mikilvægra innviða.“ Í skýrslunni er ítarlega fjallað um stöðu áðurnefndra innviða.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira