Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap.
Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch?
„Það fer mjög mikið eftir ári. Held ég sé Elf þetta ár, en ég kemst bara í frí þegar ég er hættur að gigga, þannig kannski fjóra daga fyrir jól.“
Hver er þín uppáhalds jólaminning?
„Ég, systir mín, Jóhanna Neto, og foreldrarnir mínir að opna jólagjafir í litla húsinu okkar í Figueira da Foz. Bestu jólin alltaf þegar maður var barn.“
Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Hugguleg jól með systur minni og mömmu eða pabba eru alltaf besta gjöfin.“
Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið?
„Elska allar sem ég fæ, alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann.“

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
„Horfa á Prince of Egypt undir teppi. Kannski full grand mynd en alltaf góð.“
Hvert er þitt uppáhalds jólalag?
„Þú komst með jólin til mín, íslenska lagið, og á ensku er það Christmas will break your heart með LCD Soundsystem.“
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
„Eins og ég sagði, Prince of Egypt, kannski tæknilega séð ekki jólamynd, þannig ég verð að segja Grinch, Jim Carrey útgáfuna“
Hvað borðar þú á aðfangadag?
„Fer voða mikið eftir en purusteik ef ég fæ að velja.“
Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár?
„Góðan vínyl eða netta skyrtu.“
Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér?
„Kirkjuklukkurnar.“
Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin?
„Margt skemmtilegt, en skemmtilegast á jólunum er að vera með fjölskyldunni eða Tinnu minni.“