Líkamsstaða skipti sköpum í tugmilljóna bótamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2022 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar og ótilgreindur ökumaður bíls sem rann á annan bíl þurfa að greiða ökumanni þess bíls rúmar 23 milljónir í bætur. Héraðsdómur segir að líkamsstaða ökumannsins þegar bíllinn skall á bíl hans hafi skipt sköpum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm í máli ökumannsins gegn tryggingafélaginu og ökumanni hins bílsins þann 8. nóvember síðastliðinn. Gleymdist að setja bílinn í gír Málið snerist um umferðarslys sem varð í janúar 2017. Þá hafði ökumaður bíls lagt bílnum í bílastæði, nánar tiltekið fyrir aftan bíl ökumannsins sem höfðaði málið. Eftir að bílnum var lagt hlustaði ökumaðurinn á útvarpið í bílnum. Þegar ökumaðurinn ætlaði hins vegar að stíga úr bílnum rann hann af stað, þar sem bíllinn hafði ekki verið settur í gír. Lenti bíllinn á hinum bílnum, þar sem ökumaðurinn sem höfðaði málið sat. Var að teygja sig í innkaupapoka Var ökumaður þess bíls búinn að losa bílbeltið auk þess sem hún var að teygja sig í innkaupapoka sem voru á gólfi við farþegasæti bílsins. Tryggingafélagið Sjóvá.Vísir/Hanna Umræddur ökumaður hafði lent í öðru bílslysi árið 2015 sem hafði áhrif á heilsu hennar. Var hún meðal annars í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna þess slys er hún lenti í umræddu slysi sem dómsmálið snerist um. Tekist á um orsakatengsl Tekist var á um fyrir dómi hvort að slysið 2017 hafi valdið varanlegu líkamstjóni, það er hvort að orsakatengsl væri á milli slyssins og þeirra einkenna sem hún fyndi fyrir. Ökumaðurinn taldi svo vera en tryggingafélagið taldi að um smávægilegt slys hafi verið að ræða. Þá hafi einkenni sem viðkomandi glímdi við eftir slysið hafi verið til staðar vegna slyssins 2015. Í niðurstöðu héraðsdóms virðist líkamstaða ökumannsins þegar bíllinn rann á bíl ökumannsins hafa skipt sköpum, en ökumaðurinn var sem fyrr segir að beygja sig eftir innkaupapoka þegar slysið varð. Horft til líkamsstöðunnar Þannig segir í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmanni, að vegna fyrri meiðsla ökumannsins hafi viðkomandi verið viðkvæmari en ella. Því hafi þurfti minna að koma til svo að einkenni hans versnuðu, þar með talið þannig að varanleg áhrif á heilsu yrðu meiri. Slysið varð í janúar 2017.Vísir/Vilhelm Þá taldi dómurinn einnig að rökstuðningur dómkvaddra matsmanna hafi verið í betri samræmi við sjúkrasögu ökumannsins og þau gögn sem lágu fyrir í málinu, en þau rök sem haldið var fram í yfirmati sem aflað var fyrir tryggingafélagið og ökumann hins félagsins. Var örorka ökumannsins metin fimmtán prósent. Ökumaðurinn hafði lengst af unnið á Landspítalanum sem hjúkrunarfræðingur. Krafðist hann þess að fá greiddar 23 milljónir króna í orörkubætur og 2,3 milljóna vegna sjúkrakostnaðar. Tryggingafélagið og ökumaður hins bílsins voru dæmd til að greiða 23 milljónir auk þess sem að tryggingafélagið þarf að greiða 2,3 milljónir vegna sjúkrakostnaðar.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira