Bein útsending: Gott að eldast – Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2022 10:36 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra kynna drögin að aðgerðaáætluninni. Aðsend Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra standa fyrir opnum kynningarfundi þar sem kynnt verða drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um heildarendurskoðun þjónustu við eldra fólk. Fundurinn fer fram á Hilton Nordica í dag og hefst klukkan 11 og stendur til 13. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Í byrjun fundar kynntu ráðherrarnir nafn verkefnisins: Gott að eldast. Fram kom að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi. Fólk eigi að geta látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eigi að vera meðal þeirra bestu. Til þess að svo geti orðið þurfi að flétta saman ólíka þætti í sterka taug sem tengir okkur öll saman. Aðsend Um fundinn segir að verkefnastjórn sem hafi verið skipuð síðastliðið sumar hafi unnið að mótun aðgerðaáætlunarinnar í samvinnu við haghafa. „Stefnt er að því að birta drögin að aðgerðaáætluninni til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í desember og leggja áætlunina síðan fram sem tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2023. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar líkt og fram kemur í stjórnarsáttmála. Markmiðið er að trygga eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu og að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Dagskrá kynningarfundarins: 11:00-11:15 Ávörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra 11:15-11:35 Kynning á drögum að aðgerðaáætlun um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk 11:35-11:50 Umræður 11:50-12:35 Stutt erindi um samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu: - Hvað er samþætt félags- og heilbrigðisþjónusta? Margrét Guðnadóttir, doktorsnemi í heimahjúkrun við Háskóla Íslands og verkefnastjóri SELMU-heimaþjónusta - Hverju skilar slík þjónusta fyrir íbúa? Guðbjörg Th. Einarsdóttir, mastersnemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og verkefnastjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar - Hvað segja tölurnar? Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats velferðarsvið Reykjavíkurborgar 12:35-12:50 Umræður 12:50-13:00 Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, flytur lokaorð Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fundurinn fer fram á Hilton Nordica í dag og hefst klukkan 11 og stendur til 13. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. Í byrjun fundar kynntu ráðherrarnir nafn verkefnisins: Gott að eldast. Fram kom að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi. Fólk eigi að geta látið sig hlakka til efri áranna og síðustu áratugir ævinnar eigi að vera meðal þeirra bestu. Til þess að svo geti orðið þurfi að flétta saman ólíka þætti í sterka taug sem tengir okkur öll saman. Aðsend Um fundinn segir að verkefnastjórn sem hafi verið skipuð síðastliðið sumar hafi unnið að mótun aðgerðaáætlunarinnar í samvinnu við haghafa. „Stefnt er að því að birta drögin að aðgerðaáætluninni til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda í desember og leggja áætlunina síðan fram sem tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2023. Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar líkt og fram kemur í stjórnarsáttmála. Markmiðið er að trygga eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu og að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Dagskrá kynningarfundarins: 11:00-11:15 Ávörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra 11:15-11:35 Kynning á drögum að aðgerðaáætlun um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk 11:35-11:50 Umræður 11:50-12:35 Stutt erindi um samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu: - Hvað er samþætt félags- og heilbrigðisþjónusta? Margrét Guðnadóttir, doktorsnemi í heimahjúkrun við Háskóla Íslands og verkefnastjóri SELMU-heimaþjónusta - Hverju skilar slík þjónusta fyrir íbúa? Guðbjörg Th. Einarsdóttir, mastersnemi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands og verkefnastjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar - Hvað segja tölurnar? Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, teymisstjóri árangurs- og gæðamats velferðarsvið Reykjavíkurborgar 12:35-12:50 Umræður 12:50-13:00 Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, flytur lokaorð
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira