Söguleg skýring á óheppilegri staðsetningu hausaþurrkunar Samherja Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 10:34 Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. Fyrir liggur að staðsetning hausaþurrkunar Samherja á Dalvík er óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðarbyggð. Sögulegar skýringar eru á staðsetningunni. Samherji hefur tekið ráðstafanir til að minnka lykt frá þurrkuninni. Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi starfsmanna framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE). Svarbréfið var gert eftir kvörtun Kristjáns Vigfússonar undan megnri ólykt frá þurrkuninni. Meðal þess sem Kristján kvartaði yfir var að lyktin skerði loftgæði og lífsgæði íbúa Dalvíkur. Hausaþurrkunin er staðsett við Ránarbraut, nálægt höfninni í norðurhluta bæjarins. Kristján lagði fram fimmtán spurningar sem hann óskaði eftir því að bæjarstjóri myndi svara. Í svörum Dalvíkurbyggðar segir að HNE hafi gert kröfur um ráðstafanir til að draga úr lyktarmengun frá hausaþurrkuninni og að Samherji hafi brugðist við þeim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr lykt er að bæta verkferla ferskleika hráefnis, bætt vinnuferla og tekið í notkun búnað sem dregur úr lykt. Kristján spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt hvort staðsetning lyktarmengandi starfsemi sé viðeigandi fyrir íbúa í næsta nágrenni. Í svarinu segir að það liggi fyrir að staðsetning hausaþurrkunarinnar sé óheppileg og krefjandi vegna nálægðar við íbúðabyggð. Í samtali við Vísi fyrr á árinu lýsti einn íbúi Dalvíkur lyktinni þannig að hún væri svipuð og ef einhver myndi drepa fisk og geyma hann undir sófanum sínum í hálfan mánuð. Þá séu sögulegar skýringar á nálægðinni, að um sé að ræða hafnsækna starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar sem hefur átt sér stað yfir langan tíma. Lyktin sem kemur frá hausaþurrkuninni stigmagnast við einstaka bilanir eða frávik í starfsemi þar. Samherji er með eigin viðbragðsáætlun sem fer í gang við bilun. Lyktin er metin fyrst og fremst með lyktarskyni eftirlitsmanna en einnig er horft til upplifunar almennings. Þá eru til mælikvarðar fyrir ferskleika hráefnisins sem HNE notast við. Ekki er haldið utan um lyktarútbreiðslu með tölvulíkani þar sem sveitarfélagið gerir ekki kröfu til þess. Tengd skjöl Svar_við_kvörtun_á_DalvíkPDF196KBSækja skjal
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Loftgæði Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent