Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 11:00 Erlingur Richardsson og Eyjastrákarnir hans eru í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24