Sakfelldur fyrir að hjálpa konum að eignast börn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. desember 2022 16:01 Getty Images Danskur karlmaður hefur verið sektaður um andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að gefa konum sæði sitt svo þær geti eignast barn. Maðurinn eignast brátt sitt 19. barn. Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni. Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira
Henrik er 54 ára frá Mið-Jótlandi í Danmörku. Honum finnst föðurhlutverkið dásamlegt og þegar hann átti orðið nokkur börn, þá fór hann að velta því fyrir sér hvernig hann gæti hjálpað öðru fólki, barnlausum pörum að upplifa þessa sömu hamingju. Auglýsti ókeypis sæðisgjöf á netinu Hann opnaði heimasíðu þar sem hann bauð ókeypis sæðisgjöf. Nokkrar konur hafa nú þegar þegið þessa aðstoð og eignast börn með aðstoð Henriks. En það er komið babb í bátinn. Það er andstætt dönskum lögum að gefa sæði sisona milliliðalaust í sprautu. Lögum samkvæmt þarf hver sá sem dreifir sæði sínu að hafa leyfi frá Stofnun um öryggi sjúklinga í Danmörku. Og hún hafði alls ekki gefið Henrik leyfi til þess að gefa vandalausum sæði sitt. Lögunum er ætlað að tryggja að sæðisgjafar dreifi ekki arfgengum sjúkdómum, að löglegar skyldur sæðisgjafa gagnvart barni séu á hreinu og að vitað sé hversu mörg börn hver einstakur sæðisgjafi hafi eignast. Þessi skilyrði uppfylla sæðisbankar og aðrar stofnanir af þeim meiði, en það gerir Henrik hins vegar ekki. Þess vegna var hann dreginn fyrir dóm. Afhenti sæðið í sprautu Ef Henrik hefði farið hina hefðbundnu leið og haft samræði við konurnar, þá hefði löggjafinn ekki getað skipt sér af málinu. En þar sem Henrik afhenti viðkomandi konum ferskt sæði sitt í sprautu þá var hann þar með orðinn sekur um lögbrot. Henrik segir að hefðu konurnar verið gagnkynhneigðar þá hefði vafalaust verið þægilegra og auðveldari leið að hafa samræði til að geta börnin, en þar sem þessar konur eru allar samkynhneigðar þá kom það illa til greina. Hann segir að það eina sem vaki fyrir honum sé að gera öðru fólki greiða, veita þeim þá hamingju að eignast börn og sjálfur upplifa þá gleði að hafa fætt fleiri börn í þennan heim. Konurnar sem hafa þegið aðstoð Henriks, hafa sumar hverjar komið fram í fjölmiðlum og lýst yfir undrun sinni á því að Henrik skuli sakfelldur fyrir að hjálpa öðru fólki. 18 barna faðir í Danmörku Hann var í síðustu viku dæmdur til að greiða 25.000 krónur danskar í sekt, en ella sæta 2ja vikna fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa hjálpað 5 konum að eignast börn. Sjálfur segist hann vera orðinn 18 barna faðir og að það 19. sé á leiðinni.
Danmörk Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Sjá meira