Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 08:44 Íbúi í Soyapango fylgist með vopnuðum hermanni í aðgerðinni í borginni sem hófst í gær. Öllum vegum að borginni var lokað og fólk sem reyndi að yfirgefa hana var stöðvað. AP/Salvador Melendez Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor. El Salvador Mannréttindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Soyapango er ein af stærstu borgum El Salvadors, rétt utan við höfuðborgina San Salvador, með um 300.000 íbúa sem er þekkt vígi glæpasamtakanna Mara Salvatrucha og Barrio 18, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Laganna verðir eru sagðir ekki hafa getað hætt sér þangað inn vegna ítaka gengjanna. Nayib Bukele, forseti, tilkynnti á Twitter í gær að borgin væri algerlega umkringd. Lögreglu- og hermenn færu inn til að handtaka meðlimi gengja, einn í einu. Hélt hann því fram að saklausir borgarar þyrftu ekkert að óttast. A partir de estos momentos, el municipio de Soyapango está totalmente cercado.8,500 soldados y 1,500 agentes han rodeado la ciudad, mientras los equipos de extracción de la policía y el ejército se encargan de sacar uno a uno a todos los pandilleros que aún se encuentran ahí. pic.twitter.com/9QIpj0ziwX— Nayib Bukele (@nayibbukele) December 3, 2022 Á myndum frá aðgerðinni sjást þungvopnaðir hermenn með hjálma og í skotheldum vestum í brynvörðum farartækjum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öllum vegum að borginni hafi verið lokað og sérsveitarmenn hafi gengið í hús í leit að þeim sem tilheyra gengjunum. Allir borgarbúar sem hafi reynt að yfirgefa það hafi verið stöðvaðir og krafðir um skilríki. Stjórnarskrárvarin réttindi felld úr gildi tímabundið Bukele skar upp herör gegn glæpagengjunum í mars eftir hrinu ofbeldisverka í landinu og lýsti yfir neyðarástandi. Glæpagengjum var þannig kennt um 62 morð á einum degi í mars. Aðgerðin í gær er ein sú stærsta frá því að herferðin hófst, að sögn AP-fréttastofunnar. Fleiri en 58.000 manns hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu síðan þá. Henni hefur meðal annars verið leyft að handtaka fólk án sérstakrar handtökuskipunar. Mannréttindasamtök segja að það hafi leitt til þess að fólk hafi verið handtekið að geðþótta lögreglunnar. Ungir menn séu þannig handteknir eingöngu á grundvelli aldurs og búsetu. Þrátt fyrir það lýsti afgerandi meirihluti svarenda í nýlegri skoðanakönnun sig fylgjandi neyðarástandinu sem Bukele lýsti yfir vegna ofbeldishrinunnar. Bukele segir aðgerðirnar nauðsynlegar til að taka á gengjunum sem hann líkir við hryðjuverkasamtök. Þing El Salvadors hefur endurnýjað neyðarástandsyfirlýsinguna í hverjum mánuði en með henni eru sum ákvæði stjórnarskrárinnar felld tímabundið úr gildi. Lögregla hefur rýmri heimildir til þess að handtaka og halda fólki. Samkomufrelsi er skert, lögregla þarf ekki að gefa handteknum ástæðu fyrir handtökunni og þeir handteknu fá ekki aðgang að lögmanni. Hægt er að halda fólki í allt að fimmtán daga án þess að ákæra sé gefin út í stað þriggja áður. Þá hafa yfirvöld heimild til þess að skoða símtöl og póst hvers sem lögreglan hefur undir grun um að tilheyra glæpagengi. AP segir að aðgerðir Bukele hafi náð nýjum hæðum þegar yfirvöld sendu fanga til þess að spilla gröfum félaga í gengjum í kirkjugörðum á þeim tíma árs sem fjölskyldur vitja yfirleitt leiða ættmenna sinna. Félagasamtök fullyrða að í það minnsta áttatíu manns hafi látist í haldi lögreglunnar frá því að aðgerðirnar hófust í vor.
El Salvador Mannréttindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira