Á vef Veðurstofunnar segir að í kvöld dragi úr vindi og úrkomu. Hiti verður á bilinu eitt til sjö stig en kólnar svo í kvöld.
„Á laugardag verður hægur vindur en norðlæg átt 5-10 austast. Bjart að mestu en skýjað og smá væta á Norðausturlandi. Hiti 0 til 5 stig að deginum.
Það verður suðvestanátt á sunnudag, yfirleitt 3-10 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað og dálítil væta vestanlands en annars bjart að mestu. Hiti um frostmark austantil en allt að 6 stigum við vesturströndina.
Eftir helgi snýst vindurinn í norðlæga átt. Það verður yfirleitt bjart með köflum, einkum sunnantil en él norðan heiða og frekar kalt í veðri,“ segir í hugleiðingum verðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Hæg norðlæg eða breytileg átt en 5-10 m/s með austurströndinni. Léttskýjað sunnanlands, en skýjað að mestu og sums staðar dálítil él um landið norðanvert. Hiti um eða yfir frostmarki.
Á sunnudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað vestanlands með dálitlum éljum á Vestfjörðum, hiti 1 til 5 stig. Bjart veður og vægt frost annars staðar.
Á mánudag: Hæg breytileg átt en norðan 5-13 austast. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti um og undir frostmarki.
Á þriðjudag: Norðan 3-8 og bjartviðri, en 8-13 með norður- og austurströndinni og stöku él. Kólnandi veður.
Á miðvikudag og fimmtudag: Stíf norðanátt með éljum á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig.