Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 09:30 Megan Rapinoe fagnar marki sínu á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sumarið 2019. Getty/Richard Heathcote Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá. HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Karlalandslið Bandaríkjanna tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum á HM á þriðjudaginn með því að vinna 1-0 sigur á Íran í lokaleik riðilsins. Í nýjum jafnréttissamningi bandaríska knattspyrnusambandsins þá skipta karla- og kvennaliðin jafnt á milli sín því sem bandaríska sambandið fær í verðlaunafé fyrir árangur landsliða sinna á HM. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Karlalandsliðið fær miklu meira frá FIFA heldur en kvennaliðið en þar sem að þessu er skipt jafn á milli leikmanna þá hækkar heildarupphæðin í hvert skipti sem karlaliðið kemst lengra í heimsmeistarakeppninni. Nú er svo komið að með því að komast alla leið í sextán liða úrslitin þá hafa leikmenn karlaliðsins tryggt bæði sér og leikmönnum kvennaliðsins 380 þúsund dollara bónusgreiðslu sem jafngildir tæpum 55 milljónum íslenskra króna. Leikmenn bandaríska liðsins á HM kvenna 2023 fá því sömu upphæð og karlarnir á næsta ári en þær fengu 110 þúsund dala bónus fyrir að verða heimsmeistari 2019 eða þrisvar sinnum minna. Samkvæmt nýja samningnum þá mun bandaríska sambandið skipta níutíu prósent af verðlaunafénu á milli leikmanna sinna. FIFA gefur frá sér samtals 440 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir þau 32 lönd sem komust á HM í Katar en gaf aðeins samtals 30 milljónir til þjóðanna á HM kvenna í Frakklandi sumarið 2019. Kvennalandsliðin munu fá hærri upphæð á næsta ári en eru samt svo langt langt á eftir enn þá.
HM 2022 í Katar HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira