Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu þrjú til átta stig í dag.
„Á morgun verður aðeins hægari vindur en áfram skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu. Dregur úr úrkomu seinnipartinn en kólnar, hiti 0 til 5 stig annað kvöld.
Öflug hæð verður yfir landinu um helgina. Það verða hægir vindar, bjart með köflum og þurrt að mestu. Það kólnar hægt, hiti víða um frostmark seint á sunnudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Sunnan 5-13 m/s og skúrir eða rigning, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur um kvöldið, styttir upp og kólnar heldur.
Á laugardag: Hæg breytileg átt og skýjað, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti um eða yfir frostmarki.
Á sunnudag: Breytileg átt 3-8, skýjað með köflum en þurrt að kalla. Hiti 0 til 6 stig.
Á mánudag: Breytileg átt 3-10. Skýjað norðan- og austanlands og stöku slydduél eða skúrir við ströndina. Annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Breytileg átt, skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif. Frost víða 0 til 5 stig.
Á miðvikudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað með köflum en bjart að mestu sunnantil. Kólnandi veður.