Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2022 07:53 Maðurinn kvartaði til Persónuvernd vegna málsins. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Maðurinn leitaði til Persónuverndar þar sem hann sóttist eftir því að fá eytt upplýsingum um sig sem birtar voru í leitarniðurstöðum í leitarvél Google þegar leitað var eftir nafni viðkomandi. Í greinunum var fjallað um meint einelti sem kvartandi átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google hafnaði beiðni viðkomandi um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn gæfu ekki til kynna að þær ásakanir sem fram kæmu í fréttaumfjölluninni væru rangar. Auk þess var fréttaumfjöllunin ennþá talin þjóna almannahagsmunum þar sem stutt væri síðan fréttaumfjöllunin var birt og þar sem umfjöllunin tengdist störfum kvartanda. Litið til atvinnu mannsins og „hlutverki hans í þjóðfélaginu“ Það var niðurstaða Persónuverndar að með hliðsjón af atvinnu mannsins sem kvartaði til stofnunarinnar og hlutverki hans í þjóðlífinu, þá vegi hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda. „Réttur almennings til upplýsingafrelsis var því talinn víkja til hliðar rétti kvartanda til að gleymast,“ segir á vef stofnunarinnar. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni á vef Persónuverndar þar sem hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um kvartanda. Jafnvel þó persónuauðkenni hafi verið afmáð þá var ákveðið að birta úrskurðinn ekki í heild sinni þó að búið væri að taka saman útdrátt úr honum. Eiga í vissum tilfellum rétt á að upplýsingar verði fjarlægðar Á vef Persónuverndar segir að almennt geti einstaklingar í vissum tilfellum átt rétt á því að upplýsingar sem birtast í leitarvélum, til að mynda Google, verði fjarlægðar. „Þó niðurstöður fáist fjarlægðar af leitarvélum verður efnið enn á netinu en hægt er að fá það fjarlægt í sumum tilfellum. Í þessu tilfelli var talið að hagsmunir almennings vægju þyngra en einkalífshagsmunir kvartanda vegna atvinnu og hlutverks hans í þjóðlífinu,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Vinnumarkaður Google Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira