Sportbladet, íþróttablað hjá Aftonbladet, sendi útsendara sína til Katar og þeir leituðu uppi hvað Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gert við allt fólkið sem vann við það að reisa leikvanganna í Katar og undirbúa landið fyrir að halda svona risamót.
„Þeir hafa fórnað mörgum árum af þeirra lífi fyrir HM í Katar. Þegar heimsmeistaramótið fór í gang og augu heimsins eru á Dóha þá gerir FIFA allt til þess að farandverkamennirnir sjáist ekki,“ skrifar blaðamaður Sportbladet með myndbandi sem var tekið af honum.
„Sportbladet fann krikket leikvang, langt í burtu frá HM partýinu þar sem þúsundir farandverkamanna koma saman á hverju kvöldi til að fylgjast með leikjunum sem eru spilaðir á leikvöngunum sem þeir byggðu og margir kollegar þeirra fórnuðu lífinu fyrir,“ segir enn fremur.
„Þetta er leiðin hjá FIFA í því að reyna að fela farandverkamennina,“ sagði Trey við Sportbladet en hann vinnur við heimsmeistaramótið. Katarbúar kenna því FIFA um það að verkamennirnir mega ekki vera þar augu heimsins eru á mótinu.