Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 20:10 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Hafnarfjarðarbær Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira