Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 15:24 Egilsstaðir Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira