Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 21:01 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira