Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 13:49 Fjölbreyttasta vistkerfi heims er að finna í kringum Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu. Það er sérstaklega viðkvæmt fyrir þeim breytingum sem menn valda nú á loftslags jarðar og sjónum. AP/Sam McNeil Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún. Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Kóralrifið mikla undan norðausturströnd Ástralíu er stærsta kóralrif í heimi. Það þekur um 348.000 ferkílómetra og samanstendur af fleiri en 2.500 einstökum rifjum. Svo stórt er það að það er sýnilegt frá braut um jörðu. Það hefur verið á heimsminjaskrá frá 1981. Hnattræn hlýnun og súrnun sjávar ógna heilsu rifsins en kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita og sýrustigi. Við hitaálag losa kóralarnir þörunga sem þeir lifa samlífi við og fölna. Meira en 90% rifsins reyndist fölnað í rannsókn ástralskra vísindamanna í vor. Í skýrslu sérfræðinga UNESCO og Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna sem var birt í gær kom fram að áströlsk stjórnvöld yrðu að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mælti höfundar hennar með því að rifið yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu, segir gagnrýni skýrsluhöfunda á loftslagsmarkmið landsins úrelt eftir að stjórnarskipti urðu eftir kosningar í maí. Ný miðvinstristjórn Verkamannaflokksins hafi þegar brugðist við helstu athugasemdum sem vakið er máls á í skýrslunni. „Við ætlum að gera UNESCO klárlega grein fyrir því að það sé engin þörf á að taka Kóralrifið mikla svona fyrir sérstaklega,“ sagði hún við fréttamenn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef þessar heimsminjar eru í hættu þá eru flestar heimsminjar í heiminum í hættu vegna loftslagsbreytinga,“ fullyrti ráðherrann. Tanya Plibersek, umhverfisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Eru ekki að gera allt sem þau geta Athugasemdir ástralskra stjórnvalda verða teknar til skoðunar áður en heimsminjanefnd UNESCO tekur afstöðu til stöðu rifsins. Fyrri ríkisstjórn íhaldsmanna tókst að fresta slíkri ákvörðun í fyrra. Stjórn Verkamannaflokksins stefnir á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 26-28% fyrir lok þessa áratugs. Jodie Rummer, sjávarlíffræðingur við James Cook-háskóla í Ástralíu, segir að Ástralir verði að grípa til hraðari og róttækari aðgerða. „Við getum ekki haldið því fram að við séum að geta allt sem við getum fyrir rifið. Við erum ekki að því. Við þurfum að senda heiminum þau skilaboð að við séum að gera allt sem við mögulega getum fyrir rifið og það þýðir að við verðum að grípa til tafarlausra aðgerða vegna losunar,“ segir hún.
Ástralía Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. 25. mars 2022 07:56
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00