Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:21 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að nóvember, sem senn líður undir lok, hafi verið óvanalega hlýr. Vísir Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar. Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13
Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18