Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:10 Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar. Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar.
Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira