Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:45 Frá heimili hjónanna í úthverfi Stokkhólms. EPA/Fredrik Sandberg Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu. Svíþjóð Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu.
Svíþjóð Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira