Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi. Luke Walker/Getty Images Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins. Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022 Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira