Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi. Luke Walker/Getty Images Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins. Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022 Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira