Nóvember undirlagður afsláttargylliboðum og neyslufylleríi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 09:00 Birgitta hvetur fólk til að vera meðvitaðra í neyslunni, hugsa sig um og kaupa aðeins það sem það vanti. Vísir/Ívar Fannar Mikil tilboðshelgi er gengin í garð og segja verslunarmenn nóvembermánuð nánast undirlagðan tilboðsdögum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana óþarfaneyslufyllerí. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“ Verslun Neytendur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“
Verslun Neytendur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira