Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-34 | Haukum tókst ekki að stöðva Valslestina Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2022 18:28 Valskonur unnu öruggan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Haukar voru í sjötta sætinu með fjögur stig. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en samt sem áður var Valsliðið alltaf með nokkurra marka forystu og sú forysta varð stærri eftir því sem líða fór á. Elín Rósa fór fyrir liði Vals í sóknarleiknum á meðan Natasja Hammer skoraði flest mörk Hauka á þessu tímabili. Staðan í hálfleik var síðan 10-15. Valsliðið byrjaði seinni hálfleikinn virkilega vel og þegar aðeins um fimm mínútur voru liðnar var fimm marka forysta þeirra orðin níu marka forysta. Forysta Vals varð þó aldrei stærri en það því eftir það kom góður kafli hjá Haukum og staðan orðin 21-26. Á lokakaflanum gaf Valsliðið ennþá meira í og varði Sara Sif hvert skotið á fætur öðru en hún endaði með nítján varin skot hvorki meira né minna. Lokatölur leiksins 26-34. Af hverju vann Valur? Ragnar Hermannsson, þjálfari Vals, nefndi það í viðtali eftir leik að munurinn á liðunum hafi legið í handbolta greindinni. Það sem hann meinti með því var að Valsliðið væri með meiri reynslu í því að koma í veg fyrir klaufaleg mistök. Hverjar stóðu uppúr? Sara Sif varði nítján skot í marki Vals sem er vel af sér vikið en það var Mariam og Elín Rósa sem fóru fyrir liði Vals í sóknarleiknum, Mariam með átta mörk og Elín með sex. Markahæst í leiknum var hinsvegar Natasja Hammer í liði Hauka með níu mörk. Hvað fór illa? Að fá á sig 34 mörk á heimavelli er aldrei gott þannig varnarleikur Hauka var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Þór/KA á Ásvöllum eftir slétta viku og Valur tekur á móti Selfossi þann sama dag. Ragnar Hermannsson: Vantaði upp á handboltagreindina Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Það er alltaf súrt að tapa en ég myndi segja að tapa með átta mörkum endurspegli ekki leikinn,“ byrjaði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Þetta var jafnari leikur en lokatölurnar gefa til kynna, ég myndi segja að þetta hafi verið svona fimm til sex marka leikur,“ hélt Ragnar áfram að segja. „Þegar við fengum tækifærin til að nálgast þær þá einhvern veginn áttu þær alltaf eitthvað uppi í erminni. Það vantaði svolítið upp á handboltagreindina hjá okkur myndi ég segja, það var munurinn á liðunum í dag.“ Ragnar var hinsvegar ánægður með nokkra hluti í leiknum. „Ég var ánægður með það að við skoruðum úr helling af hraðaupphlaupum og talsvert úr hraðri miðju. Á köflum erum við síðan með nokkuð góða vörn. Við auðvitað töpuðum fyrir þessu liði með mikið meiri mun í fyrstu umferð og þess vegna verður þetta að teljast bæting,“ endaði Ragnar á að segja. Ágúst Jóhannsson: Við vorum með völdin allan leikinn Ágúst Jóhannsson var ánægður með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét “Ég er auðvitað gríðarlega sáttur, mjög góður leikur af okkar hálfu,“ byrjaði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals að segja eftir leik. „“Haukarnir eru auðvitað öflugir og gáfu okkur ekkert eftir en við vorum samt sem áður með völdin á vellinum allan tímann og unnum sanngjarnan sigur,“ hélt Ágúst áfram. Ágúst vildi ekki meina að Haukar hefðu komið honum eitthvað á óvart þrátt fyrir að þessi leikur hafi verið mun jafnari en sá sem átti sér stað í fyrstu umferðinni í deildinni. „Nei ég myndi nú ekki segja það. Haukar eins og önnur lið þróa sinn leik og betrumbætir og ég vissi alveg að við myndum mæta öflugra Haukaliði heldur en þá og sú varð raunin og því ekkert sem kom mér á óvart,“ endaði Ágúst á að segja. Olís-deild kvenna Haukar Valur Handbolti
Valskonur eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Haukum í dag, 26-34. Fyrir leikinn var Valur í efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Haukar voru í sjötta sætinu með fjögur stig. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en samt sem áður var Valsliðið alltaf með nokkurra marka forystu og sú forysta varð stærri eftir því sem líða fór á. Elín Rósa fór fyrir liði Vals í sóknarleiknum á meðan Natasja Hammer skoraði flest mörk Hauka á þessu tímabili. Staðan í hálfleik var síðan 10-15. Valsliðið byrjaði seinni hálfleikinn virkilega vel og þegar aðeins um fimm mínútur voru liðnar var fimm marka forysta þeirra orðin níu marka forysta. Forysta Vals varð þó aldrei stærri en það því eftir það kom góður kafli hjá Haukum og staðan orðin 21-26. Á lokakaflanum gaf Valsliðið ennþá meira í og varði Sara Sif hvert skotið á fætur öðru en hún endaði með nítján varin skot hvorki meira né minna. Lokatölur leiksins 26-34. Af hverju vann Valur? Ragnar Hermannsson, þjálfari Vals, nefndi það í viðtali eftir leik að munurinn á liðunum hafi legið í handbolta greindinni. Það sem hann meinti með því var að Valsliðið væri með meiri reynslu í því að koma í veg fyrir klaufaleg mistök. Hverjar stóðu uppúr? Sara Sif varði nítján skot í marki Vals sem er vel af sér vikið en það var Mariam og Elín Rósa sem fóru fyrir liði Vals í sóknarleiknum, Mariam með átta mörk og Elín með sex. Markahæst í leiknum var hinsvegar Natasja Hammer í liði Hauka með níu mörk. Hvað fór illa? Að fá á sig 34 mörk á heimavelli er aldrei gott þannig varnarleikur Hauka var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er gegn Þór/KA á Ásvöllum eftir slétta viku og Valur tekur á móti Selfossi þann sama dag. Ragnar Hermannsson: Vantaði upp á handboltagreindina Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego „Það er alltaf súrt að tapa en ég myndi segja að tapa með átta mörkum endurspegli ekki leikinn,“ byrjaði Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Þetta var jafnari leikur en lokatölurnar gefa til kynna, ég myndi segja að þetta hafi verið svona fimm til sex marka leikur,“ hélt Ragnar áfram að segja. „Þegar við fengum tækifærin til að nálgast þær þá einhvern veginn áttu þær alltaf eitthvað uppi í erminni. Það vantaði svolítið upp á handboltagreindina hjá okkur myndi ég segja, það var munurinn á liðunum í dag.“ Ragnar var hinsvegar ánægður með nokkra hluti í leiknum. „Ég var ánægður með það að við skoruðum úr helling af hraðaupphlaupum og talsvert úr hraðri miðju. Á köflum erum við síðan með nokkuð góða vörn. Við auðvitað töpuðum fyrir þessu liði með mikið meiri mun í fyrstu umferð og þess vegna verður þetta að teljast bæting,“ endaði Ragnar á að segja. Ágúst Jóhannsson: Við vorum með völdin allan leikinn Ágúst Jóhannsson var ánægður með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét “Ég er auðvitað gríðarlega sáttur, mjög góður leikur af okkar hálfu,“ byrjaði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals að segja eftir leik. „“Haukarnir eru auðvitað öflugir og gáfu okkur ekkert eftir en við vorum samt sem áður með völdin á vellinum allan tímann og unnum sanngjarnan sigur,“ hélt Ágúst áfram. Ágúst vildi ekki meina að Haukar hefðu komið honum eitthvað á óvart þrátt fyrir að þessi leikur hafi verið mun jafnari en sá sem átti sér stað í fyrstu umferðinni í deildinni. „Nei ég myndi nú ekki segja það. Haukar eins og önnur lið þróa sinn leik og betrumbætir og ég vissi alveg að við myndum mæta öflugra Haukaliði heldur en þá og sú varð raunin og því ekkert sem kom mér á óvart,“ endaði Ágúst á að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti