„Þetta var klaufalegt“ Tómas Helgi Wehmeier skrifar 24. nóvember 2022 21:08 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV. „Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“ Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með strákana. Þeir börðust og djöfluðust allan leikinn. Við leiðum í fjörutíu og fimm mínútur en við missum svo þristaparið okkar útaf þannig að það var svolítið á brattann að sækja síðustu fimmtán mínúturnar en mér fannst við gera vel. Við hefðum átt að leysa þessa síðustu sókn, þetta var klaufalegt og þetta tapaðist ekkert bara þar.“ Lárus Helgi Ólafsson, markmaður Fram, var algjörlega frábær í fyrri hálfleik en var tekinn út af í síðari hálfleik. „Þú verður að spyrja markmannsþjálfarann að því, hann varði lítið í byrjun seinni hálfleiks og vörnin var að fá alltof mikið af opnum skotum. Kári var alltof oft laus á línunni og við lentum í smá basli með það en það er auðvitað erfitt að eiga bæði við Kára og Rúnar svo í kjölfarið datt markvarslan aðeins niður með vörninni.“ Reynir Þór Stefánsson, sautján ára leikmaður Fram, var algjörlega frábær í kvöld og skoraði ellefu mörk. „Það eru kröfur á honum, við höfum miklar væntingar til hans og hann gerir kröfur á sjálfan sig líka. Hann átti síðasta skotið á móti KA í síðustu umferð og svo kemur hann í dag og algjörlega ,,bossar’’ allan tímann leikinn. Hann er hrikalega flottur og ég er mjög ánægður með hann. Hann þurfti náttúrulega að leysa af, við erum án leikmanna en flott hjá honum að stíga upp. Margir hefðu farið í kuðung í koddann og verið í basli en hann sýndi úr hverju hann er gerður og mætti sterkur hérna til leiks í dag.“ Luka Vukicevic, leikmaður Fram átti stórbrotin fyrri hálfleik en lítið sást til hans í þeim síðari. „Hann spilaði fyrstu tíu mínúturnar og við þurftum bara aðeins að hvíla hann. Við vorum að reyna rótera liðinu til að hafa ferska fætur síðustu mínúturnar. Hann var aðeins farinn að detta niður, leit út fyrir að vera orkulaus og það fer mikil orka að spila á móti Eyja mönnum. Við vorum fáliðaðir og vorum að reyna dreifa álaginu yfir allan hópinn.“
Olís-deild karla Fram ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum Eftir þrjú töp í seinustu fjórum leikjum vann ÍBV mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-30. Þetta var annað tap Framara á heimavelli í röð, en áður var liðið taplaust í Úlfarsárdalnum. 24. nóvember 2022 19:32