„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2022 20:18 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vægast sagt óhress með ákvörðun Seðlabankans í dag um að hækka meginvexti bankans um 0,25. Vextirnir eru komnir í sex prósent með þessari tíundu hækkun á síðustu átján mánuðum. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent