„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2022 11:34 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. Peningastefnunefndin ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 í 6,0 prósent. Um er að ræða tíundu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, ásamt Þórarni Péturssyni, aðalhagfræðingi bankans, á fundi í bankanum í morgun. Ásgeir og Rannveig eru formaður og varaformaður peningastefnunefndar sem tekur ákvörðun um stýrivexti. Á fundinum var farið yfir yfirlýsingu nefndarinnar, þar sem meðal annars kom fram að vísbendingar væri uppi um að það gæti lengra tíma en áður var reiknað með að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið bankans, sem er 2,5 prósent. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent. Sambærilegur fundur eftir síðustu stýrivaxtahækkun bankans í október vakti töluverða athygli, ekki síst þar sem að Ásgeir sendi þar nokkuð beinskeytt skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvað þau hygggðust leggja til í baráttunni gegn verðbólgunni. Mildara tal vakti athygli gesta Talið var nokkuð mildara á þessum fundi, sem vakti athygli Ernu Bjargar Sverrisdóttur, aðalhagfræðins Arion banka. Þar sagði hún að kveðið hafi verið fastara að orði á síðasta fundi þar sem fram kom að vonandi væri ekki þörf á því að hækka stýrivexti frekar. Spurði Erna hvaða skilaboð stýrivaxtahækkunin nú sendi inn í kjaraviðræður, sem eru í fullum gangi um þessar mundir. „Á verkalýðshreyfingin að trúa því að nú sé boltinn kominn til þeirra, að nú geti þau farið að semja eða eru fleiri vaxtahækkanir sem þau gera ráð fyrir í sínum kjarasamningum?“ spurði Erna. Spurningin talaði ágætlega inn í viðbrögð verkalýðsleiðtoga við stýrivaxtahækkuninni í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást við hækuninni í morgun með því að segja að einsýnt væri að seðlabankastjóri bæri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði við mbl.is í morgun, áður, en hann gekk inn á kjaraviðræðnafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í húsnæði Ríkissáttasemjara í morgun, að hækkunin hafi gríðarleg áhrif á viðræðurnar. Líkti hann ákvörðuninni við blauta tusku. Seðlabankastjóri svaraði spurningu aðalhagfræðings Arion banka á þá leið að bankinn væri ekki að biðja neinn um að trúa því að bankinn muni ekki hækka vexti frekar ef þörf krefur. „Það gæti alveg hæglega gerst ef þróunin verður á verri veg. Undir engum kringumstæðum erum við að gefa þá yfirlýsingu eða senda út þau skilaboð að við munum ekki hækka vexti meira,“ sagði Ásgeir. Það væri þó ekkert sérstakt gleðiefni að þurfa að hækka stýrivextina. „Auðvitað munum við ekki hækka vexti nema nauðsyn beri til. Það er ekki endilega gleðiefni að gera það. Þrátt fyrir allt eru vextir tiltölulega lágir. Þeir eru sex prósent á meðan verðbólga er 9,4 prósent. Þannig að við höfum alveg sameiginlega hagsmuni með aðilum vinnumarkaðarins að ná verðbólgu niður og viðhalda kaupmætti,“ sagði Ásgeir. Minnti á að Seðlabankinn væri sjálfstæður Seðlabankinn myndi beita þeim tólum sem hann hefur til að viðhalda kaupmætti. „Um leið og það verður samið þá kemur það verkefni til okkar hvernig við getum viðhaldið kaupmætti á þeim krónum sem er samið um. Það er ekkert sjálfgefið að þegar er samið um einhverjar krónur að þær hafi þýðingu fyrir kaupmátt. Það er ekki sjálfgefið. Það veltur á okkur. Auðvitað munum við reyna að hjálpa aðilum vinnumarkaðarins að halda kaupmætti með því að hækka vexti ef við þurfum,“ sagði Ásgeir. Þá gæti bankinn ekki gefið loforð um að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. „Seðlabankinn er sjálfstæður og getur aldrei verið aðili að einhverju loforði, getur aldrei gefið út loforð að við ætlum ekki að hækka vexti út af einhverjum kjarasamningum.“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Rannveig lagði þá orð í belg og vísaði í íþróttalíkingu sem tíðrætt hafði verið um á fundinum, um að boltinn í verðbólgumálum væri kominn á einhverja tiltekna staði. „Við Ásgeir erum kannski ekki nógu miklir fótboltaáhugamenn til þess að nota þetta fótboltamál þetta alveg rétt,“ sagði Rannveig. Áréttaði hún að þó að komið hafi fram á síðasta fundi að mögulega væri ekki þörf á frekari vaxtahækkunum þýddi það ekki að það hafi verið fyrirheit um að undir engum kringumstæðum yrði ráðist í hækkanir. „Þá vorum við alls ekki að segja að við værum hætt. Við munum hækka vexti eins og þarf,“ sagði Rannveig og bankaði létt í borðið til að leggja áherslu á orð hennar. „Svo að það sé algjörlega skýrt. En vonandi þurfum við ekki að hafa áhrif á verðbólguna ein.“ Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Peningastefnunefndin ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 í 6,0 prósent. Um er að ræða tíundu stýrivaxtahækkunina í röð. Vextirnir hafa hækkað mjög skarpt frá því í maí á síðasta ári, þegar þeir voru 0,75 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, fóru yfir ákvörðun peningastefnunefndar, ásamt Þórarni Péturssyni, aðalhagfræðingi bankans, á fundi í bankanum í morgun. Ásgeir og Rannveig eru formaður og varaformaður peningastefnunefndar sem tekur ákvörðun um stýrivexti. Á fundinum var farið yfir yfirlýsingu nefndarinnar, þar sem meðal annars kom fram að vísbendingar væri uppi um að það gæti lengra tíma en áður var reiknað með að ná verðbólgu niður í verðbólgumarkmið bankans, sem er 2,5 prósent. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent. Sambærilegur fundur eftir síðustu stýrivaxtahækkun bankans í október vakti töluverða athygli, ekki síst þar sem að Ásgeir sendi þar nokkuð beinskeytt skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar um hvað þau hygggðust leggja til í baráttunni gegn verðbólgunni. Mildara tal vakti athygli gesta Talið var nokkuð mildara á þessum fundi, sem vakti athygli Ernu Bjargar Sverrisdóttur, aðalhagfræðins Arion banka. Þar sagði hún að kveðið hafi verið fastara að orði á síðasta fundi þar sem fram kom að vonandi væri ekki þörf á því að hækka stýrivexti frekar. Spurði Erna hvaða skilaboð stýrivaxtahækkunin nú sendi inn í kjaraviðræður, sem eru í fullum gangi um þessar mundir. „Á verkalýðshreyfingin að trúa því að nú sé boltinn kominn til þeirra, að nú geti þau farið að semja eða eru fleiri vaxtahækkanir sem þau gera ráð fyrir í sínum kjarasamningum?“ spurði Erna. Spurningin talaði ágætlega inn í viðbrögð verkalýðsleiðtoga við stýrivaxtahækkuninni í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, brást við hækuninni í morgun með því að segja að einsýnt væri að seðlabankastjóri bæri hag bankanna og fjármagnseigenda fyrst og síðast fyrir brjósti. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði við mbl.is í morgun, áður, en hann gekk inn á kjaraviðræðnafund með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins í húsnæði Ríkissáttasemjara í morgun, að hækkunin hafi gríðarleg áhrif á viðræðurnar. Líkti hann ákvörðuninni við blauta tusku. Seðlabankastjóri svaraði spurningu aðalhagfræðings Arion banka á þá leið að bankinn væri ekki að biðja neinn um að trúa því að bankinn muni ekki hækka vexti frekar ef þörf krefur. „Það gæti alveg hæglega gerst ef þróunin verður á verri veg. Undir engum kringumstæðum erum við að gefa þá yfirlýsingu eða senda út þau skilaboð að við munum ekki hækka vexti meira,“ sagði Ásgeir. Það væri þó ekkert sérstakt gleðiefni að þurfa að hækka stýrivextina. „Auðvitað munum við ekki hækka vexti nema nauðsyn beri til. Það er ekki endilega gleðiefni að gera það. Þrátt fyrir allt eru vextir tiltölulega lágir. Þeir eru sex prósent á meðan verðbólga er 9,4 prósent. Þannig að við höfum alveg sameiginlega hagsmuni með aðilum vinnumarkaðarins að ná verðbólgu niður og viðhalda kaupmætti,“ sagði Ásgeir. Minnti á að Seðlabankinn væri sjálfstæður Seðlabankinn myndi beita þeim tólum sem hann hefur til að viðhalda kaupmætti. „Um leið og það verður samið þá kemur það verkefni til okkar hvernig við getum viðhaldið kaupmætti á þeim krónum sem er samið um. Það er ekkert sjálfgefið að þegar er samið um einhverjar krónur að þær hafi þýðingu fyrir kaupmátt. Það er ekki sjálfgefið. Það veltur á okkur. Auðvitað munum við reyna að hjálpa aðilum vinnumarkaðarins að halda kaupmætti með því að hækka vexti ef við þurfum,“ sagði Ásgeir. Þá gæti bankinn ekki gefið loforð um að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. „Seðlabankinn er sjálfstæður og getur aldrei verið aðili að einhverju loforði, getur aldrei gefið út loforð að við ætlum ekki að hækka vexti út af einhverjum kjarasamningum.“ Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.vísir/vilhelm Rannveig lagði þá orð í belg og vísaði í íþróttalíkingu sem tíðrætt hafði verið um á fundinum, um að boltinn í verðbólgumálum væri kominn á einhverja tiltekna staði. „Við Ásgeir erum kannski ekki nógu miklir fótboltaáhugamenn til þess að nota þetta fótboltamál þetta alveg rétt,“ sagði Rannveig. Áréttaði hún að þó að komið hafi fram á síðasta fundi að mögulega væri ekki þörf á frekari vaxtahækkunum þýddi það ekki að það hafi verið fyrirheit um að undir engum kringumstæðum yrði ráðist í hækkanir. „Þá vorum við alls ekki að segja að við værum hætt. Við munum hækka vexti eins og þarf,“ sagði Rannveig og bankaði létt í borðið til að leggja áherslu á orð hennar. „Svo að það sé algjörlega skýrt. En vonandi þurfum við ekki að hafa áhrif á verðbólguna ein.“
Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslenskir bankar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira