Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 07:01 Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar er dæmdur fyrir skattalagabrot. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira