„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 21:58 Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg er liðið lagði Val í Evrópudeildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum. Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum.
Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54