„One Love“ fyrirliðaböndin voru bönnuð með því að hóta fyrirliðum með gulum spjöldum og þar með leikbönnum en núna eru FIFA menn einnig farnir að skipta sér af búningum liðanna.
Belgar voru með orðið „ást“ á kraga varabúnings síns en Alþjóða knattspyrnusambandið bannar það.
Orðið er innan á kraga búningsins og ósýnilegt nema þegar menn fara úr treyjunni eða kannski ef peysutogið fer út í einhverja öfgar.
Heimildarmenn ESPN greindu frá því að FIFA menn voru ekki einu sinni tilbúnir að ræða þetta mál fyrir forráðamenn belgíska sambandsins.
Síðast í gær var ekki ljóst hvað Belgar ætli að gera í þessum en í gær létu knattspyrnusambönd Englands, Wales, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Hollands bugast undir hótunum FIFA.
Öll voru þau tilbúin að borga sektir FIFA vegna fyrirliðabandanna en þá tóku FIFA menn upp á því að hóta leikbönnum á fyrirliðana. Þá var það ekki lengur þess virði.
Fyrsti leikur Belga á HM í Katar er á móti Kanada á morgun.