Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 17:05 Sergeio Surovikin og Vladimír Pútin árið 2017. EPA/ALEXEI DRUZHININ Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46
Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent