Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2022 15:33 Katrín Stefánsdóttir, eigandi veitingahússins Svarta sauðsins. Arnar Halldórsson „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ Katrín er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Þorlákshöfn. Þar rekur hún núna veitingastaðinn Svarta sauðinn ásamt eiginmanni sínum, Antoni Viggóssyni. Hún finnur vel púls bæjarlífsins því þar fyllist allt af fólki í mat í hádeginu. „Við erum með mikið af körlum. Þetta getur slagað í hundrað í hádeginu. Verktakar og vinnumenn sem eru að byggja upp hérna, hafnargarðinn og í fiskeldinu. Svo bara þessir smiðir hérna og allskonar píparar,“ segir Katrín. Þorlákshöfn er eitt yngsta bæjarfélag landsins. Þar fór ekki að myndast þorp fyrr en eftir 1950. Árið 1960 var íbúafjöldinn kominn í 170 manns, talan skreið yfir þúsund árið 1980 og núna búa þar um tvöþúsund manns. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson spáir því að innan fimm ára fari íbúatalan yfir 3.500 manns en segist þó ekki vera upptekinn af því að telja hausafjöldann heldur vilji menn leggja meira upp úr því að íbúunum líði vel. „Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þátturinn um þetta eitt mesta vaxtarpláss landsins er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Katrín er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 um Þorlákshöfn. Þar rekur hún núna veitingastaðinn Svarta sauðinn ásamt eiginmanni sínum, Antoni Viggóssyni. Hún finnur vel púls bæjarlífsins því þar fyllist allt af fólki í mat í hádeginu. „Við erum með mikið af körlum. Þetta getur slagað í hundrað í hádeginu. Verktakar og vinnumenn sem eru að byggja upp hérna, hafnargarðinn og í fiskeldinu. Svo bara þessir smiðir hérna og allskonar píparar,“ segir Katrín. Þorlákshöfn er eitt yngsta bæjarfélag landsins. Þar fór ekki að myndast þorp fyrr en eftir 1950. Árið 1960 var íbúafjöldinn kominn í 170 manns, talan skreið yfir þúsund árið 1980 og núna búa þar um tvöþúsund manns. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson spáir því að innan fimm ára fari íbúatalan yfir 3.500 manns en segist þó ekki vera upptekinn af því að telja hausafjöldann heldur vilji menn leggja meira upp úr því að íbúunum líði vel. „Innan 10-15 ára, þetta sveitarfélag verður orðið sjö til tíu þúsund manna sveitarfélag,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Þátturinn um þetta eitt mesta vaxtarpláss landsins er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Ölfus Tengdar fréttir Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26 Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Fjallahjólagarður vekur lukku hjá börnum og fullorðnum í Ölfusi Fjallahjólagarður sem opnaður var í Þorlákshöfn í sumar hefur óspart verið nýttur í veðurblíðunni að undanförnu og þar má sjá jafnt börn sem fullorðna fljúga upp á stökkbrettum. 20. nóvember 2022 23:26
Þeysa um Þorlákshöfn á þríhjóli með gamla fólkið Eldri borgarar í Þorlákshöfn sjást þessa dagana þeysa um götur bæjarins á þríhjóli. Þannig rúnta þeir um bæinn, hitta annað fólk og hafa gaman af. 10. nóvember 2022 22:11
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41